Föst bensíngjöf

Festist eitthvað fleira ? Auðvitað hef ég samúð með bílstjóranum, en furða mig samt á því, af hverju maðurinn stoppaði ekki bílinn.  Var bíllinn bremsulaus líka ? Var ekki einfaldast að drepa á bílnum ?

Ég hef lent í þessu sama, fyrir mörgum árum, nýkomin með bílpróf, en keyrði ekki yfir, né á neitt, ég bara drap á druslunni og stoppaði hana. hvað er eigunlega málið ?


mbl.is Bensíngjöfin festist í botni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur vel verið að ökumaður hefur fengið smá áfall þegar hann komst að því að bensíngjöfin væri föst og hann nálægt gatnamótum. Gæti vel verið nóg til þess að hann 'gleymi' að bremsa.

Steini (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:21

2 identicon

Getur verið að maðurinn hafi verið á bíll með tölvustýrðri inngjöf sem byggist á snertiþrýstingi (ekki vír sem er togað í eins og á gömlum bílum), gerðist einu sinni á Autobahn, í Þýskalandi, að inngjöf á Benz festist inni og ekkert var hægt að gera annað en að bíða þangað til að bensínið var búið, bílstjóri bílsins fékk meira að segja lögreglufylgd í gegnum allt saman.

Guðni (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 00:41

3 identicon

þetta var þannig að bensíngjöfin festist inni og fer yfir 7 þús. snúninga og að sjálfsögðu neglir hún á bremsuna en það gerði ekkert gagn vegna þess að bensígjöfin var allan tíma í botni.. Til að forðast að klessa á hóp bíla svegði hún yfir eyju og bíllinn kastast náttla til og til að forða að lenda á bíla sem koma úr gagnstæðri átt reynir hún að stýra bílnum beint yfir götuna lendir beint á vegg...þetta snýst um sekúndur þannig það hefði ekki haft nein áhrif hefði hún náð að að slökkva á bílnum því bíllinn var á það mikillri ferð...

Það verður að hafa það í huga að þetta gerist á háannartíma í umferðinni og hún bregst í raun alveg hárrétt við, í stað þessa að stofna öðrum í hættu og vera valdandi af tugi bíla árekstri, stýrir hún bílum beint útaf..

 Mér finnst bara allt í lagi að fólk viti það fyrir vissu hvað gerðist áður en dæma fólk og segja því hvað það hefði átt að gera!

Bróðir ökumannsins (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 00:44

4 Smámynd: anna-panna

Takk fyrir að upplýsa okkur um þetta óhapp, "bróðir ökumanns", ég ætla alls ekki að dæma bílstjórann, en frétt af svona óhappi er oft mjög villandi og gefur tilefni til misskilnings. Ekki var til dæmis sagt hvort þetta var gamall bíl, eða nýr, eða sjálfskiptur og þá kannski allt tölvustýrt, þetta skiptir allt máli.

Ég óska bílstjóranum góðs bata og biðst afsökunar, ef ég haf sært hann, með ummælum mínum. anna-panna.

anna-panna, 30.1.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband