Hvaðan var vélin að koma ? er þetta Íslensk vél og er þetta Íslenskur flugmaður ?
Það eru þekkt dæmi um svokallaða "ferjuflugmenn", sem eru að flytja flugvélar milli landa og oft á tíðum, illa búnir, með vafasamar byrgðir af bensíni, komast kannski á síðasta dropa, eða ekki.
Hvernig væri að segja svolítið nákvæmar frá þessu tæpa flugi, allflestir þekkja einhvern í flugbransanum og ekki gott að hræða fólk í þeirri stöðu.
Svo óska ég þess að flugmaðurinn bjargist, vélin er bara dauður hlutur.
Flugvél á leið í hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 11.2.2008 | 16:47 (breytt kl. 16:48) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oftast eru þetta nú menn með mikla reynslu og vita nákvæmlega hvað þeir þurfa af eldsneyti í svona ferð. Mestar líkur eru að ísing í eldsneytiskerfi hafi valdið þessum gangtruflunum. En eins og þú segir er fyrir mestu að flugmaðurinn bjargist, nóg til af flugvélum.
Gísli Sigurðsson, 11.2.2008 kl. 16:52
Mér finnst bara ótrúlegt að koma með svona frétt áður en frekari upplýsingar liggja fyrir.
Dídí (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 16:56
Maðurinn er alveg 100% búinn að fara í sjóinn núna. Að öllum líkindum náði gæslan að komast að honum í tæka tíð og ná honum upp úr sjónum. Spruningin er hvort að fallið hafi drepið hann, það fer alveg eftir ölduhæðinni, ef að það hafi verið frekar lyngt er hann að öllum líkndum uppá spítala núna.
Rafn (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:09
Af hverju eru menn alltaf að henda fram staðreyndum án þess að vita nokkuð um viðkomandi atvik?
Ísing í eldsneytinu er mjög ótrúlegt því það er tekið sýni úr eldsneytinu áður en farið er í loftið til að vera viss um að það sé ekki drulla eða vatn í því.. Eldsneyti frýs síðan ekki við 0°c eins og vatn heldur þolir það frost alveg niður í um -50°c..
Það geta verið fleirri ástæður fyrir þessu eins og hálf stíflaðar síur og/eða eldsneytis leki sem útskýrir af hverju erfiðlega gekk að fá eldsneyti úr hinum tankinum..
Aron Smári, 11.2.2008 kl. 17:29
Aron Smári, ég setti þetta fram svona í fljótfærni kannski. Þekki bara til bensínhreyfla og veit að í þeim getur myndast ísing í blöndungi við vissar aðstæður. Þekki ekki hvernig hreyflar eru á þessari vél. Það var nú kannski ekki eins og ég væri beint að setja þetta fram sem staðreynd frekar en þú setur fram tilgátu um eldsneytisstíflu eða leka sem staðreynd.
Gísli Sigurðsson, 11.2.2008 kl. 19:42
Allt í góðu.. Alveg rétt hjá þér að það getur myndast ísing í blöndungi við ákveðnar aðstæður, og reyndar alveg helling af aðstæðum. En auðvitað er ekki tekið fram hvaða týpa þetta er en ef hún er nýrri en um 1980 árgerð þá er hún mjög líklega með beina innspítingu og þá er þetta vandamál ekki til staðar :) Innspítingin er bara orðin standard búnaður í svona minni piston vélum.
Aron Smári, 11.2.2008 kl. 19:53
Tilgátur, tilgátur, tilgátur, þær eiga alveg rétt á sér en vissulega er gott að vera hófsamur í því öllu. Það fór hér hrina afstað, þegar B 777 fór niður á Heathrow fyrir skömmu og viti menn ein tilgátan hitti nánast í mark, svo við skulum leyfa mönnum að hafa sínar kenningar og eru ekkert réttari fyrir það fyrr en hið sanna reynist, já vonandi verður honum bjargað blessuðum manninum.
Kær kveðja,
Jón Svavarsson, 12.2.2008 kl. 01:33
Jón Svavarsson, mér þykir þú bjartsýnn klukkan hálf tvö um nóttu, um að maðurinn sé enn á lífi þegar flugvélin skall í hafið um kl 16:30. Ég held að það sé nokkuð ljóst að maðurinn sé af, og efast stórlega um að af honum eða vélinni finnist tangur né tetur nokkurn tímann aftur. Því miður, en björgunarmenn stóðu sig vel gerðu allt sem í þeirra valdi stóð.
alladin (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 04:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.