Voðalega eru allir fljótir að dæma og allir á sama máli. Er ekki séns á að málið sé öðruvísi vaxið ? Ég get alls ekki trúað því að eigandi geti verið svona kaldrifjaður, nei og aftur NEI !
Frekar vil ég trúa því að anga litla hundspottið, hafi í galsa sínum og óvitaskap, hlaupið að heiman og einhver verið svo skelfilega óheppinn, að keyra á greyjið. Hvolpurinn gæti hafa rotast og hinn óheppni bílstjóri haldið að hann væri dáinn. Í kjánaskap hafi hann svo urðað hvutta, en ekki fengið sig til að setja grjót á hausinn. Svo eftir alla þessa dóma um mannvonsku og grimmd, þá þorir viðkomandi ekki að gefa sig fram...... Þetta er mín tilgáta.
![]() |
Dýraníðings leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þetta allt eins líkleg tilgáta. Sjá lillo.blog.is.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 23:02
Góð skýring!
Ragnar (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:03
Já.....gæti hafa gerst......en er ekki bara rétt að bíða og sjá hvort sannleikurinn kemur í ljós? Það er náttúrulega hægt að spá og spekúlera fram og til baka um þetta eins og allt annað.
Þórhildur (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:42
Gott anna-panna að sjá e-n skrifa út frá eigin heila, - en éta ekki upp líkur sem staðreyndir. Allra vegna vona ég að svona hafi verið, og þá að menn átti sig á að auðvelt sé að yfirsjást lífsmörk og kviksetja. Það gerðist nú í mannheimum líka.
Beturvitringur, 22.6.2008 kl. 02:26
6 x 20kg steinar gera 120 kíló..
Mér þykir nú líklegra að sá sem lagði það á sig að raða 120 kílóum þannig að þessi litli hvolpur kafnaði ekki undir þeim, hafi gert það til að þetta yrði ekki hans seinasti legustaður.
Fransman (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 08:38
Væri þá eigandinn ekki búinn að gefa sig fram, ef málið þannig vaxið?
Vissulega væri betra ef þessi tilgáta er rétt en fátt bendir til að svo sé, því miður
GJG (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:14
Þetta var langt frá veginum þannig að það er ekki líklegt að það hafi verið keyrt á hundinn og þess vegna var hann grafinn svona.
linda (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.